K64
Innleiðing
Áfangaskipting þróunaráætlunarinnar
Áfangaskipting þróunaráætlunar K64 sýnir möguleg stig framkvæmda fyrir hvert verkefni, frá upphafi til loka áætlunarinnar. Þróunaráætlun K64 veitir framtíðarsýn til ársins 2050 fyrir svæðið í heild. Marksviðum og verkefnum hefur verið raðað upp í samræmi við ramma fyrir val á verkefnum og hagkvæmni fyrstu áfanga.
Valramminn tekur mið af samræmingu milli fólksfjölgunar, starfa, uppbyggingar innviða og íbúða- og atvinnuuppbyggingar.Tekið var ríkt tillit til samræmis við aðalskipulag Isavia fyrir Keflavíkurflugvöll og ráðgerðan vöxt flugvallarins. Hagkvæmni fyrstu verkefnaáfanga tók mið af ofangreindu og flokkaði verkefnin í skammtíma-, meðal- og langtímatækifæri. Þetta gefur Kadeco góðar leiðbeiningar um forgangsröðun verkefna.