Skip to content
K64

Inn­leið­ing

K64 vörumerkið

K64 er vörumerki sem Kadeco lét þróa í tengslum við þróunaráætlun Keflavíkurflugvallarsvæðisins, til að ramma inn og segja frá inntaki hennar og þeirra undirverkefna sem til verða. Áherslur vörumerkisins eru að vera táknrænt og einstakt, en jafnframt einfalt, sveigjanlegt og grípandi og styðja við framþróun og framgang verkefnisins.

Við þróun vörumerkisins var samráð haft við hagsmunaaðila á svæðinu og þeir spurðir hvað vörumerkið þyrfti að fela í sér. Niðurstaðan var sú að vörumerkið þyrfti að:
  • Þróa og auka fjölbreytni í viðskiptatækifærum
  • Búa yfir íslenskum anda
  • Hlúa að samstarfi hagsmunaaðila
  • Styðja við staðbundna lífshætti
  • Vera leiðarljós fyrir sjálfbæran vöxt
  • Bæta samgöngur til að hámarka möguleika
  • Styrkja tengingar milli heimshluta

Upphafsstafirnir K64 vísa til Keflavíkurflugvallar og breiddargráðu flugvallarsvæðisins sem er 64°00´N. Merkið, þríhyrningurinn, er vísun í samræmi milli tækni, náttúru og mannkyns.

Á krossgötum 64. breiddarbaugs norður og Mið-Atlantshafshryggjar myndast einstakur heitur reitur þar sem eitthvað nýtt kviknar; orka, samfélag, framtíð.