Skip to content
K64

Stefnum­ið

Stefnur

Á grunni framtíðarsýnarinnar voru skilgreind sjö stefnumið (e. strategies) með ólíkum en tengdum þemum, sem eru leiðbeinandi fyrir hagræna og skipulagslega þætti Þróunaráætlunar K64.

Stefnumiðin mynda saman Þróunaráætlun K64. Þau fanga flókið samspil milli ólíkra þátta eins og fólks, staða, starfsemi, menningar og tækni. Í þeim er að finna rökstuðning, forgangsröðun og skilgreiningar á því sem að er stefnt.

Saman og hvert í sínu lagi flytja stefnumiðin boðskap sem styður við grænt, sjálfbært, fjölbreytt og þróttmikið atvinnulíf, að búa til líflega, aðlaðandi og vistvæna staði til að dvelja á og heimsækja, skapa umhverfi sem er reiðubúið til að taka á móti bæði innlendri og erlendri fjárfestingu og fóstra aukna þekkingu, sköpunargleði og nýsköpun.

Saman bjóða stefnumiðin upp á heildræna nálgun á það hvernig best er að takast á við áskoranir sem svæðið stendur frammi fyrir ásamt því að hlúa að og nýta tækifæri sem munu styrkja stöðu þess á alþjóðlegum vettvangi.

Lykiláskoranir

  • Hagkerfið reiðir sig um of á flugvöllinn og vinnumarkaðurinn er einsleitur
  • Sveiflukennt atvinnuframboð sem byggir á flugvallarstarfseminni
  • Útflutningur er fábreyttur og eingöngu í fáum ráðandi greinum
  • Húsnæðisuppbygging heldur ekki í við fólksfjölgun
  • Mikið landrými með nokkrum ólíkum skipulagsyfirvöldum skapar hættu á dreifingu byggðar og ómarkvissri þéttbýlisþróun
  • Einkabíllinn er ríkjandi samgöngumáti
  • Skortur á heildarsýn um áreiðanlegt heildstætt almenningssamgöngukerfi innan svæðisins og til höfuðborgarsvæðisins
  • Þörf fyrir dreifðari raforkuöflun og fjárfestingu í orkuinnviðum til að auka afhendingaröryggi

Lykiltækifæri

  • Aukin fjölbreytni í störfum með áherslu á störf í meira virðisaukandi geirum
  • Markvisst og vel útfært skipulag fyrir nýtt íbúðarhúsnæði og húsnæði fyrir opinbera þjónustu
  • Styrkja tengsl milli endurmenntunar og iðngeira, núverandi sem nýrra
  • Auka nýsköpun og tækifæri til framhaldsmenntunar innan fluggeirans
  • Styrkja verðmætar atvinnugreinar sem njóta góðs af nálægð við flugvöllinn
  • Efla vöruflutningastarfsemi sem nýtur góðs af samvirkninni milli flugvallarins og hafnarinnar
  • Bæta almenningssamgöngur bæði innan svæðisins og á milli flugvallarins og höfuðborgarsvæðisins
  • Leggja grunn að grænni gátt til Íslands fyrir komufarþega til landsins með góðri landslagshönnun og vandaðri áætlun um uppbyggingu við flugvöllinn
  • Styrkja svæðið sem áfangastað ferðamanna og sem jarðvang Menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO Geopark)
  • Byggja upp kerfi stíga og áfangastaða utandyra fyrir virka ferðamáta og samkomur utanhúss, nýta landlagshönnun og skógrækt til að auka gæði útisvæða