Skip to content
K64

Stefnum­ið

Viðskipta- og iðnaðarstefna miðar að því að auka fjölbreytni, styrkja grundvöll núverandi starfsemi á svæðinu og laða að nýja fjárfestingu, innlenda sem erlenda. Þetta felur í sér að gera svæðið eftirsóknarvert fyrir háþróaðan og vistvænan iðnað, svo sem fyrir vöruflutninga, fjölbreytta framleiðslu, verslun, menningarstarfsemi og afþreyingu. Helsti grundvöllur stefnunnar er ákjósanleg landfræðileg staðsetning svæðisins, það er nálægð við höfuðborgarsvæðið og alþjóðaflugvöll.