Skip to content
K64

Stefnum­ið

Þekkingarstefnan byggir á sterkri nýsköpunarmenningu sem er að finna á Íslandi og áherslu Íslendinga á menntun. Í stefnunni er horft til þess að svæðið verði framúrskarandi í nýsköpun á sviði sjálfbærrar þróunar og í hinum skapandi greinum.

Í stefnunni er byggt á kostum þess að búa að heimsklassa íslensku menntakerfi og stórum hópi fólks með sérhæfða menntun. Þetta kallar á samstarf og samvinnu milli framsækinna fyrirtækja, sveitarfélaganna á svæðinu og fremstu rannsókna- og þróunarstofnana á Íslandi.

Lykilþættir þekkingarstefnunnar eru miðstöðvar fyrir starfsþjálfun og færni fyrir áhersluatvinnugreinar. Þessar miðstöðvar munu gegna mikilvægu hlutverki við að auka fjölbreytni starfa á svæðinu og styðja við verðmætar atvinnugreinar. Staðsetningin hentar sérstaklega vel fyrir flugtengda rannsókna- og þróunarstarfsemi og til að þróa, prófa og innleiða tækni og aðferðir tengdar hringrásarhagkerfinu. Miðstöðvar sem samþætta þekkingu og starfsemi á svæðinu skapa umgjörð fyrir fjárfestingu í rannsóknum sem miða að því að koma vöru á markað.

Þekkingarstefnan leggur grunninn að því að á svæðinu verði til framtíðar starfsfólk og stjórnendur, verkfræðingar, vísinda- og tæknifólk sem mun sinna þeirri fjölbreyttu starfsemi sem þar verður að finna. Aukin sérhæfð þekking og tækifæri til menntunar koma til með að hafa jákvæð áhrif á lífsgæði og ánægju íbúa á svæðinu.