Skip to content
K64

Stefnum­ið

Orkuvegvísir styður við og greiðir fyrir þeirri þróun sem fyrirhuguð er samkvæmt þróunaráætlun. Vegvísirinn sýnir fram á möguleikana á því að gera svæðið leiðandi í þróun vistvænna orkulausna. Bent er á hvernig auka megi orkuöryggi og kanna nýstárlegar leiðir í notkun endurnýjanlegrar orku og nýta einstök tækifæri á aukinni samvirkni á Suðurnesjum.