K64
Stefnumið
Í þróunaráætluninni er landslagshönnun lykilþáttur í að tengja saman áherslusvæðin, auk þess að hafa jákvæð umhverfisáhrif og hagrænan tilgang.
Heildstæð landslags- og skógræktarstefna er áhrifarík leið til að milda áhrif umhverfislegra áhættuþátta og flugvallarstarfsemi og skapa um leið betri búsetuskilyrði. Alhliða stefna um landslag og skógrækt mun hafa verulega jákvæð áhrif hvað þetta varðar, um leið og hún stuðlar að auknum lífsgæðum og kolefnisbindingu á svæðinu.