Skip to content
K64

Áherslu­svæði

Áherslusvæði

Til að vinna gegn því að þéttbýlismyndun verði of gisin og dreifð er lögð áhersla á uppbyggingu færri en stærri samhangandi svæða með ríkan en ólíkan innbyrðis tilgang hvað varðar landnotkun og verðmætasköpun. Vönduð landslagsmótun og grænar tengingar ásamt fjölbreyttum möguleikum á að komast á milli staða á vistvænan hátt gerir að verkum að úr verður sterk heild, heildstætt flugvallarsvæði.

Með Keflavíkurflugvöll í forgrunni og sem kjarna í þróun eru áherslusvæðin eftirfarandi: Helguvík-Bergvík, forgarður Keflavíkurflugvallar, auk Aðalgötu og Ásbrúar. Jafnframt tengjast önnur svæði svo sem Garður, Sandgerði og Hafnir við áherslusvæðin með landslagsmótun og grænum tengingum.