Skip to content
K64

Inn­leið­ing

Sterkur grunnur fyrir framtíðina

Þróunaráætlun K64 er hugsuð sem fjölþættur rammi utan um efnahagslega, félagslega og umhverfislega þróun. Hún styður við markmið Íslands um kolefnishlutleysi og sjálfbærni auk þess að vera gott dæmi um innleiðingu Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Skipulgassýnin stuðlar að heilsu og vellíðan, viðeigandi þéttleika byggðar, virkri landmótun og nýtingu nýjustu tækni til að skapa grænt, sjálfbært borgarsvæði framtíðarinnar.

Þróunaráætluninni er ætlað að auka fjölbreytni í atvinnulífi svæðisins og auka hlut verðmætari geira. Það fæst með samþættri stefnu fyrir vöruflutninga, orku, iðnað, þjónustu einkaaðila og hins opinbera og samfélagsstefnu. Allt þetta er stutt af byggðamynstri fyrir búsetu og útivist í hæsta gæðaflokki, tengt saman með grænum svæðum og góðum aðstæðum fyrir virka ferðamáta. Mikil samlegðaráhrif eru milli þeirra svæða sem áhersla er á að þróa, en það styður við hringrásarhagkerfi og hefur í för með sér margvíslegan langtímaávinning.

Þróunaráætlunin er metnaðarfull og vanda þarf umsýslu til að framkvæmd hennar verði árangursrík. Lykilatriði er að fjárfestar og fyrirtæki geti sótt alla helstu ráðgjöf og upplýsingar á einum stað. Að áætlunin hafi einn ákveðinn samastað fyrir verkefni á sviði nýsköpunar og áframhaldandi samtal og samvinnu við hagsmunaaðila og samfélagið. Framkvæmdastefnan reynir að tryggja sem best raunhæfa áfangaskiptingu verkefna og útfærslu markaðsstefnunnar.