Skip to content
K64

Inn­leið­ing

Kadeco leiðir framkvæmd þróunaráætlunarinnar fyrir hönd helstu hagsmunaaðila; íslenska ríkisins, Isavia, Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar. Hlutverk Kadeco er margþætt og mun breytast með tímanum, eftir því sem verkefni þróast og verða að veruleika. Sem mikilvægasti hvataaðili þróunaráætlunarinnar verður Kadeco að tryggja að verkefni sem unnin eru undir merkjum áætlunarinnar séu í anda hennar og fylgi meginreglum, sérstaklega markmiðunum um sjálfbæra þróun og kolefnishlutleysi Íslands. Lykilhlutverkum Kadeco er lýst hér að neðan.

Allt á einum stað (One-stop shop)

Kadeco er aðili sem aðstoðar fjárfesta og fyrirtæki (bæði alþjóðleg og innlend) sem vilja koma á fót starfsemi sinni á svæðinu, allt frá fyrstu stigum að lokaáföngum. Þetta felur í sér ráðgjöf um skipulag og landnotkun og tryggingu þess að bestu starfsvenjum sé fylgt.

icon_firm_size

Finna fjármagn og hvetja til verkefna

Með markaðsáætlun og stöðugu samstarfi við alþjóðlegt og innlent viðskiptalíf er Kadeco leiðandi í því að finna fjárfesta fyrir svæðið. Kadeco verður einnig miðstöð verkefna og frumkvöðull í samræmi við tillögur þróunaráætlunarinnar.

Vettvangur fyrir samvinnu og þátttöku

Kadeco verður vettvangur fyrir samvinnu og þátttöku fyrir ólíka aðila til að tryggja áfram samfellu og samhæfingu. Þetta geta verið hagsmunaaðilar af ýmsum toga, íbúar, opinberir fulltrúar, atvinnulífið, stofnanir og samstarfsaðilar.

Markaðssetning í gegnum vörumerkið K64

Kadeco leiðir markaðssetningu í gegnum vörumerkið K64. Vörumerkið verður lykilverkfæri til að miðla væntingum og markmiðum þróunaráætlunarinnar, bæði með frásögn og sjónrænum leiðum. Vörumerkið felur í sér anda þróunaráætlunarinnar, það er sjálfbærni og virkt samtal við ólíka markhópa.