Skip to content
K64

Áherslu­svæði

Til staðar eru miklir möguleikar á að gera einstöku umhverfi Íslands hátt undir höfði og skapa frábæra komuupplifun eftir að stigið er út úr flugstöð Leifs Eiríkssonar, til viðbótar við þær metnaðarfullu áætlanir sem ISAVIA hefur lagt fram.

Fyrirhuguð uppbygging norðan flugstöðvarinnar getur verið áfangastaður og hryggjarstykki ýmis konar þjónustu og starfsemi umhverfis svæðið, þar á meðal verslunar, bílaleiguaðstöðu, viðburðarýma, deiliskrifstofa og aðstöðu til kennslu og náms.