Skip to content
K64

Áherslu­svæði

Þróunaráætlun K64 byggir á núverandi þéttbýlisskipulagi Ásbrúar með stærri og þéttari íbúðabyggð með sérhæfðum atvinnusvæðum á jaðrinum en nærþjónustu í miðjunni. Ráðist verði í mismikla þéttingu byggðar eftir eðli svæða í nokkrum áföngum og svæðin á Ásbrú, bæði íbúðarsvæði og atvinnusvæði, skilgreind með mismunandi nálgun í hönnun, skipulagi og áherslum.

Grænir geirar afmarka hverja þyrpingu og efla eiginleika þeirra og ímynd. Grænn jaðar sunnan við byggðina á Ásbrú skýlir enn fremur gegn vindi og veðurfari. Gert er ráð fyrir að tengja Ásbrú betur við aðra hluta Reykjanesbæjar með tengingu fyrir virka ferðamáta yfir Reykjanesbraut og með því að virkja Grænásbraut sem borgargötu þar sem gangandi og hjólandi eru í forgangi og þjónusta er skipulögð á jarðhæðum bygginga.