Skip to content
K64

Áherslu­svæði

Helguvíkur-Bergvíkursvæðið er vel staðsett svæði fyrir iðnað og atvinnustarfsemi af ýmsum toga nærri Helguvíkurhöfn, á milli Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar og nærri Keflavíkurflugvelli.

Svæðið er vel tengt þjóðvegakerfinu og er steinsnar frá Reykjanesbraut. Á svæðinu er nú þegar nokkur iðnaðarstarfsemi og er þar helsta miðstöð innflutnings á flugeldsneyti til Keflavíkurflugvallar. Svæðið er flatt og skipulag þess rúðustrikað og einfalt og því mjög sveigjanlegt og hægt að aðlaga að ýmiskonar starfsemi og ólíkri rýmisþörf.