Skip to content
K64

Stefnum­ið

Í stefnu um byggðamynstur eru skilgreind áherslusvæði til uppbyggingar. Leitast verður við að auka virði og gæði þess sem fyrir er en einnig þróa ný svæði með ríkan en ólíkan innbyrðis tilgang. Áherslusvæðin mynda samhangandi eyjaklasa (e. archipelago), tengd saman með vandaðri landslagsmótun og grænum tengingum ásamt fjölbreyttum möguleikum á að komast á milli þeirra á vistvænan hátt. Í miðjunni verður Keflavíkurflugvöllur, kjarninn í atvinnustarfsemi svæðisins, en í kring þróast áherslusvæðin með mismunandi eiginleika og saman mynda þau sterkt heildstætt flugvallarsvæði.