Stefnumið
Samgöngustefnunni er ætlað að skapa snjallt, skilvirkt og aðgengilegt samgöngukerfi á Suðurnesjum.
Öflug og skilvirk samgöngukerfi hafa í för með sér félags- og efnahagsleg tækifæri og ávinning sem leiða af sér jákvæð margfeldisáhrif. Sem dæmi má nefna betra aðgengi að mörkuðum og atvinnu og aukna fjárfestingu.

Samgöngustefnan leggur áherslu á fjóra lykilþætti; hágæða almenningssamgöngur milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarsvæðisins, bættar almenningssamgöngur á Suðurnesjum, stígakerfi fyrir virka ferðamáta og heildstætt alhliða gatnakerfi.
Gisin byggð hefur leitt til þess að einkabíllinn er ríkjandi ferðamáti og lítil áhersla hefur verið á almenningssamgöngur. Innviðir fyrir virka ferðamáta eru ekki af nægum gæðum og lítið samræmdir, sérstaklega milli mismunandi byggðalaga.
Þörf er á heildstæðri framtíðarsýn fyrir áreiðanlegt hágæða almenningssamgöngukerfi með tíðum ferðum, bæði milli staða á Suðurnesjum og milli Suðurnesjanna og höfuðborgarsvæðisins.
Sex meginmarkmið samgöngustefnu:
Samræma almenningssamgöngur á Suðurnesjum við stórhöfuðborgarsvæðið
Að samgöngustefnan sé samtvinnuð allri áætlanagerð í skipulags- og umhverfismálum
Bjóða upp á hágæða almenningssamgöngur milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarsvæðisins
Byggja upp sjálfbærar samgöngur til framtíðar í takt við markmið Íslands um að draga úr kolefnislosun
Byggja upp samgöngur sem eru aðgengilegar og á viðráðanlegu verði fyrir öll
Þróa og hrinda í framkvæmd samræmdri nálgun fyrir starfsemi bílaleiga

Hágæða gatnanet

Hágæða almenningssamgöngur
