K64
Stefnumið
Megininntak vöruflutningastefnu er að auka í skrefum vöruflutninga á sjó og í lofti, bæði hvað varðar magn og fjölbreytni. Niðurstaðan verði öflug miðstöð fyrir aðfangakeðjur til og frá Íslandi og yfir Atlantshafið.
Þeir innviðir sem þegar eru til staðar, Keflavíkurflugvöllur með tengiflug yfir Atlantshafið og Helguvíkurhöfn, bjóða upp á stækkunarmöguleika jafnt innviða og vöruhúsa og mynda saman sterkan grunn fyrir frekari þróun vöruflutninga bæði í lofti og á sjó.